9. apríl, 2021

Miðheimar og Um að gera sameinast

Á undanförnum árum hefur vöxtur og rekstur Miðheima verið góður og umfang fyrirtækisins orðið þannig að æskilegast væri að stækka enn frekar, ráða inn starfsfólk og sækja fram eða sameinast öðru fyrirtæki í keimlíkum rekstri. Þannig myndi starfsemin eflast, þjónustustig hækka og framboð af vörum og þjónustu fyrir vefi viðskiptavina aukast. Eftir örlitla yfirlegu hefur verið tekin sú ákvörðun að sameina rekstur Miðheima við fyrirtækið Um að gera ehf.

Stuttlega um Um að gera ehf

Fyrirtækið var stofnað snemma árs 2020 af þeim Hilmari Kára Hallbjörnssyni, Reyni Erni Björnssyni og Franz Eiríkssyni. Hjá Um að gera starfa einnig þær Gözde Sigurðsson, bakendasérfræðingur, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, markaðs- og sölustjóri og Sædís Karlsdóttir framendasérfræðingur. Um að gera ehf er vefstofa sem leggur áherslu á að koma með öflugar og hagkvæmar lausnir í opnum hugbúnaði eins og Drupal og Wordpress ásamt góðri hönnun á vefjum og öppum fyrir snjalltæki. Meðal viðskiptavina Um að gera eru Reykjavíkurborg, Elding hvalaskoðun, Samband íslenskra Sveitarfélaga og The Dice Tower í Bandaríkjunum. Einnig hefur Um að gera unnið ötullega í samfélagsverkefninu Íslensk tónlist.

Hvað þýðir þetta fyrir mig?

Öll þjónusta sem Miðheimar hafa veitt undanfarin ár mun flytjast yfir til Um að gera ehf. Þetta þýðir að þjónusta við núverandi viðskiptavini Miðheima mun verða betri og skilvirkari þar sem kominn er saman hópur sérfræðinga sem viðskiptavinir Miðheima hafa aðgang að. Sérfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu á sviði ráðgjafar, hönnunar, uppsetningu og rekstri vefja af öllum stærðum og gerðum.

Fyrst um sinn verða engar breytingar gerðar á þeim þjónustusamningum sem viðskiptavinir Miðheima hafa haft hingað til. Heldur verða engar breytingar gerðar á tæknilegum innviðum vefja.

Reikningar fyrir hýsingar og rekstrarþjónustu Miðheima ehf munu framvegis koma frá Um að gera ehf.

Ef það vakna einhverja spurningar þá er um að gera að hafa samband við Helga Pál í netfangið helgi@umadgera.is eða Hilmar Kára, framkvæmdastjóra Um að gera, í netfangið hilmar@umadgera.is.

 

Heimsækja vef Um að gera